Home       Contact

Iceland

 

 

Do You Know Jesus?

 

 

 

”Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” Jóh 3:16

 

Að finna Jesú? 

 

1.

Biblían segir okkur að allir þurfi á fyrirgefningu og hjálp Guðs að halda. Hún segir okkur að við höfum snúið okkur frá Guði, sem skapaði okkur og að við oft lifum í ósamræmi við vilja Guðs.

 

Róm 3:23

”Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.”

 

 

2.

Ef við snúum okkur til Guðs og meðtökum hjálpræði hans, munum við upplifa það stærsta sem getur gerst; að frelsast og verða Guðs börn allt líf okkar á jörðinni og um eilífð. Ef við snúum okkur ekki til Guðs og meðtökum frelsi hans, munum við glatast.

 

Róm 6:23

”Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.”

 

 

3.

Við ættum eiginlega að taka á okkur hegninguna fyrir okkar eigin synd, en Guð friðþægði fyrir syndir okkar þegar hann sendi Jesú til jarðarinnar.

 

Róm 5:8

En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum.”

 

 

4.

 

Guð gerði þetta vegna þess að hann elskaði okkur og vildi ekki að við yrðum glötuð að eilífu.

 

Jóh 3:16

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.”

 

5.

Að frelsast þýðir að maður byrjar á því að játa syndir sínar. Þú segir við Guð: Guð, ég sé eftir að hafa syndgað og ég þarfnast fyrirgefningar þinnar. Í Jesú nafni vil ég biðja um fyrirgefningu fyrir það sem ég hef gert rangt gagnvart þér og öðrum mönnum. Biblían segir okkur þá að Guð tekur burt alla okkar synd.

 

1.Jóh 1:9

Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.”

 

 

6.

Það að fæðast að nýju, þýðir að leggja frá sér gamla lífið og byrja nýtt líf með Jesú. Þegar við leggjum frá okkur gamla lífið, þurfum við líka að biðja þá fyrirgefningar, sem við höfum syndgað gegn.

 

Jóh 3:3

”Jesús svaraði honum: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.”

 

 

7.

Þegar við tökum á móti Jesú sem Frelsara okkar og fæðumst á ný, verðum við Guðs börn. Guð sjálfur flytur inn í hjarta okkar. Heilagur Andi hjálpar okkur að lifa sem börn Guðs og lifa samkvæmt áætlun hans.

 

Jóh 1:12

”En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.”

 

2. Kor 5:5   

”En sá, sem hefur gjört oss færa einmitt til þessa, er Guð, sem hefur gefið oss anda sinn sem pant.”

 

 

8.

Er engin önnur leið til hjálpræðis? Biblían segir okkur að Jesús sé hinn eini sanni Frelsari.

 

Jóh 14; 6

”Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.”

 

Biblían segir einnig að þrátt fyrir mörg mikilmenni sögunnar sé aðeins eitt nafn, nafnið Jesús, sem leiðir fólk frá synd til frelsis.

 

Post 4:12

Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.”

 

 

9.

Hjálpræðið sem Guð gefur okkur þegar við tökum á móti Jesú sem Frelsara okkar er hjálpræði sem gefið er af náð og vegna hins mikla kærleika Guðs til okkar. Það er gjöf, sem við getum tekið á móti án þess að þurfa að framkvæma góð verk eða biðja langra bæna. Við getum einfaldlega komið eins og við erum.

 

Efes 2:8-10

Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Þetta er ekki yður að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.”

 

 

10.

Þegar þú hefur gert allt þetta, er mjög gott að þú segir fjölskyldu þinni, vinum, skólafélögum, vinnufélögum eða öðrum sem þú umgengst, að þú sért frelsuð eða frelsaður. Þegar þú gerir það, heiðrar þú Guð og ríki hans vex, samtímis sem þú finnur innri frið og gleði vegna þess að þú ert Guðs barn. Lestu líka Biblíuna og kynnstu Jesú betur!

 

Róm 10:9-10

”Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.”

 

 

Þú getur beðið eftirfarandi bæn:

”Kæri Guð. Ég þakka þér fyrir að þú hefur fyrirgefið allar mínar syndir. Þakka þér fyrir að þú tókst á móti mér sem barni þínu. Þakka þér kæri Jesús að þú dóst á krossinum fyrir mínar syndir. Þakka þér Heilagur Andi að þú býrð í hjarta mínu og hjálpar mér að lifa sem kristin. Hjálpaðu mér og gefðu mér djörfung til að segja öðrum að ég hafi frelsast.

 Í Jesú nafni, Amen.”

 

 

Postullega trúarjátningin: 

Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

 

Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.

 

Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf. Amen

 

 

Faðir vor:

Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.

 

 

Þegar þú hefur tekið á móti Jesú, er mikilvægt að þú finnir kristna kirkju þar sem þú getur átt samfélag við aðra kristna. Finndu þér farveg í samfélagi þar sem Jesús er í öndvegi og þú færð tækifæri til að vera virk(ur) í þínu kristna líferni. 

  

Do You Know Jesus?

 

Home

Contact

Do You Know Jesus?

 

 

oddb.net

 

Velkomin til spennandi framtíðar

með Jesú!